Tóbakslaus bekkur 2014–2015. Úrslit

15.05.15

Samkeppninni Tóbakslaus bekkur meðal tóbakslausra 7., 8. og 9. bekkja í skólum landsins skólaárið 2014–2015 er lokið og liggja úrslit fyrir.

Í ár tóku 240 bekkir víðsvegar um landið þátt í keppninni. Á skólaárinu þurftu bekkirnir að staðfesta fimm sinnum að þeir væru tóbakslausir og voru þá með í útdrætti um vinninga. Vinningarnir voru húfur frá 66° Norður en auk þess fengu allir þátttakendur pennaveski að gjöf.

Úrslit
10 bekkir frá 9 skólum sem sendu inn lokaverkefni unnu til verðlauna! Verðlaunaupphæðin nemur 5.000 krónum fyrir hvern skráðan nemanda í bekknum sem þeim er frjálst að ráðstafa að vild.


Eftirtaldir bekkir hljóta verðlaun:

Skóli – bekkur

Form

Nánari lýsing

Akurskóli,
7. KÞM

Fræðsla og leikin mynd

https://www.youtube.com/watch?v=0eetTmgAxIw

Áslandsskóli,
7. SL 

Fræðsla

https://youtu.be/d6qFzbKXFeE

 

Grunnskóli Bolungarvíkur,
7. bekkur

Leikið efni

https://www.powtoon.com/tobakslaust-island-7-bekkur-gb

Hamraskóli,
7.AVR

Leikin mynd

https://www.youtube.com/watch?v=HUBGpY-wAYU

 

Háaleitisskóli,
7.EJ

Leikin mynd

DVD diskur

Holtaskóli,
7.EH

Leikið efni

https://www.youtube.com/watch?v=s7729lE3bhw

Langholtsskóli,
7.DS

Leikin mynd

https://www.youtube.com/watch?v=PXjxWwnR93A

 

Langholtsskóli,
7.HS

Leikið efni og fræðsla

https://www.youtube.com/watch?v=m1rXl51XGk0

 

Selásskóli,
7. bekkur

Leikið efni og sungið o.fl.

https://www.youtube.com/watch?v=c-ZLAL18JrA

 

Vættaskóli,
8. bekkur

Heimasíða

http://reyklausbekkur.wix.com/lokaverkefni

Til að eiga möguleika á fyrstu verðlaunum, þurftu nemendur bekkjanna  að senda inn áhugavert efni tengt tóbaksvörnum. Nánari útfærsla var ekki skilgreind til að þrengja ekki hugmyndir að verkefnum en beðið var um að þeim væri skilað á rafrænu formi. Við gerð margra verkefna var leitað út fyrir skólastarfið og þannig stuðlað að samvinnu, miðlun og öflun þekkingar um skaðsemi tóbaksnotkunar.

Mörg áhugaverð verkefni bárust og má sem dæmi nefna leiknar stuttmyndir, fræðslufyrirlestra, frumsamin lög, ljóðabók, skiltagerð og veggspjöld.

Embætti landlæknis óskar vinningshöfum innilega til hamingju og þakkar öllum kennurum og nemendum fyrir þeirra framlag og ánægjulegt samstarf.

Viðar Jensson
verkefnisstjóri


<< Til baka


Quick Navigation