Nemendur í tóbakslausum bekkjum vinna húfur frá 66° Norður

03.02.15
HúfurVinningsgjöfin. Húfur frá 66° Norður

Dregnir hafa verið út þrír bekkir sem taka þátt í verkefninu Tóbakslaus bekkur og fá nú sendan aukavinning. Að þessu sinni fá nemendur vinningsbekkjanna og kennarar þeirra húfur frá 66° Norður. Eftirtaldir bekkir duttu í lukkupottinn:

  • Hagaskóli 8.BB
  • Grunnskóli Vestmannaeyja 8. ES
  • Seyðisfjarðarskóli 8. – 9. bekkur
    Sjá mynd af vinningshöfum Seyðisfjarðarskóla á vef skólans.

     

     

Annar útdráttur í apríl
Annar útdráttur verður 24. mars nk., en þá verða dregnir út fleiri bekkir sem einnig fá húfur í verðlaun.

Undirritaðir samningar
Við viljum hvetja alla sem ekki hafa sent inn undirritaðan samning til að gera það. Fljótlega verða samningarnir sendir til baka, undirritaðir af Embætti landlæknis.
Einnig er minnt á staðfestingarnar um að bekkurinn sé tóbakslaus sem senda þarf inn fimm sinnum yfir tímabilið.

Baráttukveðjur til tóbakslausra bekkja!

Viðar Jensson
verkefnisstjóri


<< Til baka


Quick Navigation