Tóbakslaus bekkur 2018 – 2019

Allir 7., 8. og 9. bekkir á landinu geta tekið þátt ef enginn nemandi í bekknum notar tóbak.

Keppnin var fyrst haldin í Finnlandi fyrir 29 árum en Ísland er nú með í tuttugasta sinn.

Ný kynslóð af hetjum hefur gengið til liðs við okkur til að útrýma tóbakinu fyrir fullt og allt með nýjar hugmyndir og sköpunargleðina að vopni. Reyksugan sogar til sín allan reyk, Lyktareyðirinn getur breytt tóbakslykt í ilm af nýbökuðum smákökum, Strokarinn þurrkar út allt tóbak, Tölvan reiknar út hversu ótrúlega mikið tóbak kostar okkur og Hugríkur skrifar nýja, tóbakslausa framtíð með hugmyndaauðgina að vopni. Markmiðið í ár er að hjálpa þessum hetjum að finna nýjar leiðir til að berjast við tóbakið.

Við hvetjum ykkur til að skrifa sögur þessara persóna, skapa nýjar persónur eða gera hvað annað sem ykkur dettur í hug. Tilgangurinn er einungis að fá nýjar, ferskar og skemmtilegar hugmyndir sem munu móta tóbakslausa framtíð.


Quick Navigation