Skilaboð til útgefenda lyfseðla á sjúkrahúsum

 Hvert er vandmálið?

Heimild ECDC.

Sýklalyfjaónæmar bakteríur valda daglega vandamálum á sjúkrahúsum um alla Evrópu (1).

Röng notkun sýklalyfja getur leitt til þess að sjúklingar verði berar fyrir eða sýkist af völdum sýklalyfjaónæmra baktería.

Helstu gerðir sýkalyfjaónæmra baktería sem finnast á sjúkrahúsum eru: MÓSA (meticillín ónæmur Staphylococcus Aureus), VÓE (vankómýcín ónæmir Enterococcar) og fjölónæmir Gram-neikvæðir stafir (2-3).

Röng eða óhófleg notkun sýklalyfja tengist einnig aukinni tíðni Clostridium difficile sýkinga (4-5).

Tilvist og útbreiðsla ónæmra bakteríustofna ógnar öryggi sjúklinga á sjúkrahúsum þar sem:

  • Sýkingar af völdum sýklalyfjaónæmra baktería tengjast bæði alvarlegri veikindum og andlátum, sem og lengri sjúkrahúsdvöl (6-7).
  • Sýklalyfjaónæmi leiðir oft til þess að töf verður á viðeigandi sýklalyfjameðferð (8).
  • Óviðeigandi eða seinkuð sýklalyfjameðferð sjúklinga með alvarlegar sýkingar tengist verri horfum fyrir sjúklinga og jafnvel dauða (9-11).
  • Fá ný sýklalyf eru í þróunarfasa og því munu nægjanlega virk sýklalyf ekki vera í boði í framtíðinni haldi sýklalyfjaónæmi áfram að aukast (12).

Hvernig tengist notkun sýklalyfja vandanum?

Sjúklingar sem leggjast inn á sjúkrahús eru mjög líklegir til að fá sýklalyf (13) og allt að 50% allrar sýklalyfjanotkunar á sjúkrahúsum er óviðeigandi.(4.14).

Röng notkun sýklalyfja á sjúkrahúsum er ein helsta orsökin fyrir þróun sýklalyfjaónæmis (15-17);

Röng notkun sýklalyfja getur falist í einhverjum eftirfarandi atriða (18):

  • Þegar sýklalyfjum er ávísað að óþörfu;
  • Þegar töf verður á ávísun sýklalyfja hjá alvarlega veikum sjúklingum;
  • Þegar valin sýklalyf eru annaðhvort of þröngvirk eða of breiðvirk;
  • Þegar skammtur sýklalyfs er annaðhvort of lágur eða of hár fyrir sjúklinginn;
  • Þegar lengd sýklalyfjameðferðar er of stutt eða of löng;
  • Þegar sýklalyfjameðferð er ekki breytt eftir að niðurstöður ræktunar og næmisprófa liggja fyrir.

Hvers vegna að efla skynsamlega notkun sýklalyfja?

Skynsamleg notkun sýklalyfja getur komið í veg fyrir að sýklalyfjaónæmar bakteríur verði til og fjölgi sér á kostnað næmra baktería (4,17,19-21).

Minni notkun sýklalyfja getur fækkað Clostridium difficile spítalasýkingum (4,17,19-21).

Hvernig skal efla skynsamlega notkun sýklalyfja?

Alhliða stefnumótun og aðgerðir sem fela í sér símenntun, gagnreyndar klínískar leiðbeiningar um sýklalyfjanotkun, ásamt ráðgjöf smitsjúkdómasérfræðinga, sýklafræðinga og lyfjafræðinga, geta stuðlað að bættum fyrirmælum um sýklalyfjanotkun og dregið úr sýklalyfjaónæmi (4, 19, 23).

Virkt eftirlit með sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi á sjúkrahúsum getur verið gagnlegt fyrir val á viðeigandi sýklalyfjum hjá alvarlega veikum sjúklingum (24).

Rétt tímasetning og tímalengd fyrirbyggjandi sýklalyfja fyrir skurðaðgerðir tengist lægri sýkingarhættu eftir skurðaðgerð (25) og minni hættu á tilkomu sýklalyfjaónæmra baktería (26)

Rannsóknir sýna að í vissum tilvikum er hægt að stytta tímalengd sýklalyfjameðferðar án þess að horfur sjúklings versni og að slíkt tengist einnig lægri tíðni sýklalyfjaónæmis (15, 27-28).

Það að taka sýni fyrir ræktun áður en sýklalyfjameðferð hefst, fylgjast með niðurstöðum ræktunar og breyta sýklalyfjameðferð á grundvelli ræktunar/næmisprófa dregur úr ónauðsynlegri notkun sýklalyfja (29).

Heimildir

1. European Antimicrobial Resistance Surveillance System . RIVM. 2009 [cited March 30, 2010].

2. Safdar N, Maki DG. The commonality of risk factors for nosocomial colonization and infection with antimicrobial-resistant Staphylococcus aureus, enterococcus, gram-negative bacilli, Clostridium difficile, and Candida. Ann Intern Med. 2002 Jun 4;136(11):834-44.

3. Tacconelli E, De Angelis G, Cataldo MA, Mantengoli E, Spanu T, Pan A, et al. Antibiotic usage and risk of colonization and infection with antibiotic-resistant bacteria: a hospital population-based study. Antimicrob Agents Chemother. 2009 Oct;53(10):4264-9.

4. Davey P, Brown E, Fenelon L, Finch R, Gould I, Hartman G, et al. Interventions to improve antibiotic prescribing practices for hospital inpatients. Cochrane Database Syst Rev. 2005(4):CD003543.

5. Bartlett JG, Onderdonk AB, Cisneros RL, Kasper DL. Clindamycin-associated colitis due to a toxin-producing species of Clostridium in hamsters. J Infect Dis. 1977 Nov;136(5):701-5.

6. Cosgrove SE, Carmeli Y. The impact of antimicrobial resistance on health and economic outcomes. Clin Infect Dis. 2003 Jun 1;36(11):1433-7.

7. Roberts RR, Hota B, Ahmad I, Scott RD, 2nd, Foster SD, Abbasi F, et al. Hospital and societal costs of antimicrobial-resistant infections in a Chicago teaching hospital: implications for antibiotic stewardship. Clin Infect Dis. 2009 Oct 15;49(8):1175-84.

8. Kollef MH, Sherman G, Ward S, Fraser VJ. Inadequate antimicrobial treatment of infections: a risk factor for hospital mortality among critically ill patients. Chest. 1999 Feb;115(2):462-74.

9. Ibrahim EH, Sherman G, Ward S, Fraser VJ, Kollef MH. The influence of inadequate antimicrobial treatment of bloodstream infections on patient outcomes in the ICU setting. Chest. 2000 Jul;118(1):146-55.

10. Lodise TP, McKinnon PS, Swiderski L, Rybak MJ. Outcomes analysis of delayed antibiotic treatment for hospital-acquired Staphylococcus aureus bacteremia. Clin Infect Dis. 2003 Jun 1;36(11):1418-23.

11. Alvarez-Lerma F. Modification of empiric antibiotic treatment in patients with pneumonia acquired in the intensive care unit. ICU-Acquired Pneumonia Study Group. Intensive Care Med. 1996 May;22(5):387-94.

12. ECDC, EMEA. ECDC/EMEA Joint Technical Report: The bacterial challenge: time to react 2009.

13. Ansari F, Erntell M, Goossens H, Davey P. The European surveillance of antimicrobial consumption (ESAC) point-prevalence survey of antibacterial use in 20 European hospitals in 2006. Clin Infect Dis. 2009 Nov 15;49(10):1496-504.

14. Willemsen I, Groenhuijzen A, Bogaers D, Stuurman A, van Keulen P, Kluytmans J. Appropriateness of antimicrobial therapy measured by repeated prevalence surveys. Antimicrob Agents Chemother. 2007 Mar;51(3):864-7.

15. Singh N, Yu VL. Rational empiric antibiotic prescription in the ICU. Chest. 2000 May;117(5):1496-9.

16. Lesch CA, Itokazu GS, Danziger LH, Weinstein RA. Multi-hospital analysis of antimicrobial usage and resistance trends. Diagn Microbiol Infect Dis. 2001 Nov;41(3):149-54.

17. Lepper PM, Grusa E, Reichl H, Hogel J, Trautmann M. Consumption of imipenem correlates with beta-lactam resistance in Pseudomonas aeruginosa. Antimicrob Agents Chemother. 2002 Sep;46(9):2920-5.

18. Gyssens IC, van den Broek PJ, Kullberg BJ, Hekster Y, van der Meer JW. Optimizing antimicrobial therapy. A method for antimicrobial drug use evaluation. J Antimicrob Chemother. 1992 Nov;30(5):724-7.

19. Carling P, Fung T, Killion A, Terrin N, Barza M. Favorable impact of a multidisciplinary antibiotic management program conducted during 7 years. Infect Control Hosp Epidemiol. 2003 Sep;24(9):699-706.

20. Bradley SJ, Wilson AL, Allen MC, Sher HA, Goldstone AH, Scott GM. The control of hyperendemic glycopeptide-resistant Enterococcus spp. on a haematology unit by changing antibiotic usage. J Antimicrob Chemother. 1999 Feb;43(2):261-6.

21. De Man P, Verhoeven BAN, Verbrugh HA, Vos MC, Van Den Anker JN. An antibiotic policy to prevent emergence of resistant bacilli. Lancet. 2000;355(9208):973-8.

22. Fowler S, Webber A, Cooper BS, Phimister A, Price K, Carter Y, et al. Successful use of feedback to improve antibiotic prescribing and reduce Clostridium difficile infection: a controlled interrupted time series. J Antimicrob Chemother. 2007 May;59(5):990-5.

23. Byl B, Clevenbergh P, Jacobs F, Struelens MJ, Zech F, Kentos A, et al. Impact of infectious diseases specialists and microbiological data on the appropriateness of antimicrobial therapy for bacteremia. Clin Infect Dis. 1999 Jul;29(1):60-6; discussion 7-8.

24. Beardsley JR, Williamson JC, Johnson JW, Ohl CA, Karchmer TB, Bowton DL. Using local microbiologic data to develop institution-specific guidelines for the treatment of hospital-acquired pneumonia. Chest. 2006 Sep;130(3):787-93.

25. Steinberg JP, Braun BI, Hellinger WC, Kusek L, Bozikis MR, Bush AJ, et al. Timing of antimicrobial prophylaxis and the risk of surgical site infections: results from the Trial to Reduce Antimicrobial Prophylaxis Errors. Ann Surg. 2009 Jul;250(1):10-6.

26. Harbarth S, Samore MH, Lichtenberg D, Carmeli Y. Prolonged antibiotic prophylaxis after cardiovascular surgery and its effect on surgical site infections and antimicrobial resistance. Circulation. 2000 Jun 27;101(25):2916-21.

27. Chastre J, Wolff M, Fagon JY, Chevret S, Thomas F, Wermert D, et al. Comparison of 8 vs 15 days of antibiotic therapy for ventilator-associated pneumonia in adults: a randomized trial. Jama. 2003 Nov 19;290(19):2588-98.

28. Ibrahim EH, Ward S, Sherman G, Schaiff R, Fraser VJ, Kollef MH. Experience with a clinical guideline for the treatment of ventilator-associated pneumonia. Crit Care Med. 2001 Jun;29(6):1109-15.

29. Rello J, Gallego M, Mariscal D, Sonora R, Valles J. The value of routine microbial investigation in ventilator-associated pneumonia. Am J Respir Crit Care Med. 1997 Jul;156(1):196-200.