Sýklalyfjaónæmi og sýklalyfjanotkun

Sjá stærri mynd

Uppgötvun sýklalyfja er ein merkilegasta uppgötvun í sögu læknisfræðinnar en þau hafa komið í veg fyrir milljónir dauðsfalla og aðrar alvarlegar afleiðingar smitsjúkdóma.

Á síðari árum hefur ónæmi gegn sýklalyfjum farið vaxandi í heiminum sem gerir meðferð ýmissa sýkinga erfiða og dýra.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og aðrar alþjóðlegar stofnanir hafa lýst því yfir að sýklalyfjaónæmi sé ein mesta heilbrigðisógn sem steðjar að mannkyninu í dag. 

Skynsamleg notkun sýklalyfja er lykilatriði til þess að stemma stigu við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis.

 

 

Síðast uppfært 04.11.2022