Myndbönd - Sóttvarnalæknir
Grundvallarvarúð gegn sýkingum á alltaf að viðhafa í öllum samskiptum á sjúkrahúsum og alls staðar.
Myndband um sýkingavarnir - Grundvallarvarúð gegn sýkingum.
Sýkingar sem tengjast heilbrigðisþjónustu geta komið upp hjá einstaklingum sem liggja á sjúkrahúsum, endurhæfingar- eða langlegustofnunum eða þiggja heilbrigðisþjónustu á göngudeildum og einkareknum aðgerðastofum heilbrigðistarfsmanna.
Myndband um handhreinsun.
Handhreinsun, þ.e. handþvottur og/eða sótthreinsun handa með efni sem inniheldur alkólhól er árangursríkasta aðferðin til að rjúfa smitleiðir og fyrirbyggja sýkingar.
Myndband um hlífðarbúnað í heilbrigðisþjónustu
Myndband um einangrun á heilbrigðisstofnunum
Myndband um ónæmar bakteríur í heilbrigðisþjónustu
Myndband um höfuðlús og kembingu.
Höfuðlúsin er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í mannshári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og því skaðlaus hýslinum. Allir geta smitast en staðfest smit er algengast hjá 3–12 ára börnum.