Fara beint í efnið

Skráningarskyldir sjúkdómar eru sjúkdómar sem geta breiðst út í samfélaginu en ekki hefur hagnýta þýðingu að þekkja til einstaklinganna. Sóttvarnalækni eru því sendar ópersónugreinanlegar upplýsingar um þessa sjúkdóma frá meðhöndlandi læknum og heilsugæslustöðvum.

Með vöktun á skráningarskyldum sjúkdómum er hægt að fylgjast með útbreiðslu og þróun þeirra í samfélaginu og eftir þörfum upplýsa almenning og heilbrigðisstarfsmenn og gefa ráðleggingar. Til greina kemur að grípa til aðgerða við óvænta aukningu á fjölda tilfella.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis