Leishmanssýki
Leishmanssýki er hitabeltissjúkdómur af völdum frumdýrs (protozoa) sem berst til manna með sýktum sandflugum.
Til eru ýmsar gerðir af Leishmanssýki í mönnum. Sýkin getur valdið húðsárum sem læknast oftast af sjálfu sér innan nokkurra mánaða en geta skilið eftir ljót ör.
Sjúkdóminn er að finna víða um heim, m.a. í Miðjarðarhafslöndum. Leishmanssýki getur lagst á innri líffæri og valdið hita, veikindatilfinningu, þyngdartapi og blóðleysi, bólgnu milta, lifur og eitlabólgu. Flest tilfelli greinast í Bangladesh, Brasilíu, Indlandi, Nepal og Súdan.
Ekki eru til bóluefni eða önnur lyf gegn þessum sjúkdómi. Besta ráðið fyrir ferðamenn er að forðast bit sandflugunnar.
Síðast uppfært 08.04.2014