Inflúensa

 

Inflúensa Forðumst flensuna
Inflúensa Fimm leiðir til að forðast flensuna

Á vetri hverjum gengur inflúensan yfir norðurhvel jarðar á tímabilinu október til mars og er hún 2–3 mánuði að ganga yfir. Sambærilegur faraldur gengur síðan yfir á suðurhveli jarðar á tímabilinu júní til október. Í þungum faraldri eykst álag á heilbrigðiskerfið og í samfélaginu verður áberandi aukning á fjarvistum vegna veikinda, frá vinnu og skóla.

Árleg inflúensa kemur verst niður á eldri kynslóðinni og einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma með auknum fjölda dauðsfalla í kjölfar inflúensunnar vegna alvarlegra fylgikvilla hennar. Fyrir flesta er inflúensan hins vegar óþægileg veikindi sem ganga yfir á nokkrum dögum án alvarlegra afleiðinga.

Einkenni inflúensunnar koma oftast snögglega með háum hita, skjálfta, höfuðverk, beinverkjum, þurrhósta og hálssærindum.

Hægt er að verjast inflúensunni með árlegri bólusetningu sem gefur um 60–90% vörn gegn sýkingu. Það er því hægt að fá inflúensu þrátt fyrir bólusetningu, en meðal þeirra sem eru bólusettir dregur bólusetningin úr alvarlegum fylgikvillum sýkingarinnar og lækkar dánartíðni.

Sóttvarnalæknir mælist því til að áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar og fá þeir bólusetningu sér að kostnaðarlausu.


Inflúensan er skráningarskyldur sjúkdómur á Íslandi og ber læknum og rannsóknarstofum að tilkynna um heildarfjölda inflúensutilfella til sóttvarnalæknis samkvæmt nánari ákvörðun hans.

 Dreifibréf nr. 3/2020. Bólusetning gegn árlegri inflúensu

 influensa.is

Inflúensa Fimm leiðir til að forðast flensuna kort

Síðast uppfært 04.10.2020