Óvæntir atburðir sem ógnað geta heilsu manna (óvænt aukning sjúkdómstilvika eða dauðsfalla)

Óvæntir atburðir sem ógnað geta heilsu manna með óvæntri aukningu sjúkdómstilvika eða dauðsfalla vegna sjúkdóms eru tilkynningarskyldir til sóttvarnalæknis.

Þegar grunur vaknar um slíkar sýkingar eða slík sýking er staðfest ber læknum, forstöðumönnum rannsóknastofa, sjúkradeilda og annarra heilbrigðisstofnana að senda sóttvarnalækni upplýsingar án tafar og skv. nánari fyrirmælum sótt­varna­læknis.

Síðast uppfært 15.12.2022