Metisillín ónæmur Staph. aureus (MÓSA)

Forvarnir og aðgerðir gegn methicillin ónæmum Staphylococcus aureus (mósa)

Methicillin ónæmur Staphylococcus aureus (mósa) hefur náð mikilli útbreiðslu víða um heim, valdið sýkingum sem getur verið erfitt að meðhöndla og leitt til aukins kostnaðar innan heilbrigðisþjónustunnar. Mikið hefur verið gert til að sporna við útbreiðslu þeirra á Norðurlöndunum og í Hollandi og hefur tíðni mósa verið lægri í þessum löndum en í öðrum löndum.
Sóttvarnalæknir hefur nú í samvinnu við sýkingavarnadeild og sýklafræðideild Landspítala mótað „Forvarnir og aðgerðir gegn methicillin ónæmum Staphylococcus aureus (mósa) – tilmæli sóttvarnalæknis“. Fulltrúar úr vinnuhópum frá langlegustofnunum og heilsugæslunni hafa einnig lesið yfir og komir með athugasemdir. Tilmælin eru skrifuð til að samræma aðgerðir gegn mósa á landsvísu og draga úr útbreiðslu hans innan heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi.

Síðast uppfært 10.07.2013