Sýkingar í tengslum við aðgerðir á heilbrigðisstofnunum
Sýkingar í tengslum við aðgerðir á heilbrigðisstofnunum eru tilkynningarskyldur sjúkdómur til sóttvarnalæknis, en til þeirra teljast sjúkdómar sem ógnað geta almannaheill.
Þegar grunur vaknar um sýkingar í tengslum við aðgerðir á heilbrigðisstofnunum eða slík sýking er staðfest ber læknum, forstöðumönnum rannsóknastofa, sjúkradeilda og annarra heilbrigðisstofnana að senda sóttvarnalækni upplýsingar án tafar og skv. nánari fyrirmælum sóttvarnalæknis.
Síðast uppfært 28.06.2022