Perfringensgerlar (Clostridium perfringens)

Perfringensgerlar hafa fundist í kryddi, kjöti, kjötréttum og ýmsum tilbúnum réttum. Sýkillinn getur myndað dvalargró sem þola mikinn hita.

Eiturefni perfringensgerla myndast þegar sporarnir myndast úr miklum fjölda sýkla sem komast í þarmana. Sýkingu má oft rekja til lélegrar kælingar á heitum kjötréttum. Dvalargróin geta vaknað og orðið að lifandi sýklum sem geta fjölgað sér hratt ef rétturinn er ekki vel kældur. Sjúkdómseinkenni koma fram 6–24 klukkustundum eftir neyslu matvæla sem innihalda sýkilinn. Sjúkdómseinkenni eru niðurgangur og kviðverkir og vara í einn dag.

Síðast uppfært 28.03.2012