Klasasýklar (Staphylococcus aureus)

Klasasýklar hafa fundist í kjöt- og fiskvörum, smurðu brauði og samlokum.  Oftast hafa sýklarnir komist í matinn frá þeim sem starfa við matargerð. Algengustu orsakir eru fingurmein (kýli, ígerðir) og úðasmitun frá nösum, en margir einstaklingar hafa klasasýkla þar. 

Léleg kæling er oft orsök fjölgunar sýkla. Eiturefni, sem er hitaþolið, myndast ekki undir 7°C og er kæling matvöru því góð vörn gegn þessum sjúkdómi.

Sjúkdómseinkenni koma fram 2–4 klukkustundum eftir neyslu matvæla sem innihalda sýkilinn og eiturefni sem hann myndar. Sýkillinn myndar eiturefni í matvælum sem veldur ógleði, uppköstum, kviðverkjum og niðurgangi sem geta staðið í 1–2 daga.

 

Síðast uppfært 04.11.2013