Jersínía (Yersinia enterocolitica)

Jersíníu hefur ekki verið leitað í matvælum hérlendis. Sýkingar má oft rekja til þess að sýkillinn berst úr hrávöru í soðna vöru sem síðan er geymd lengi í kæliskáp. Sýkillinn getur fjölgað sér við kælihitastig. Sjúkdómseinkenni koma fram 3–7 dögum eftir neyslu matvæla sem innihalda sýkilinn. Sjúkdómseinkenni eru sótthiti, niðurgangur, kviðverkir og uppköst. Sjúkdómseinkennin geta varað í 1–3 vikur. Fylgikvillar eins og liðabólga og gigt geta varað mánuðum, jafnvel árum saman. Á Íslandi hafa greinst 0-4 tilfelli á ári síðan 2014.

Síðast uppfært 26.09.2022