Basillus

Basillussýklar hafa fundist í korni, hrísgrjónum, kryddi, kjötréttum, mjólk, ís og ýmsum tilbúnum réttum. Sýkillinn getur myndað dvalargró. Sýkingar má oft rekja til lélegrar kælingar á tilreiddum matvælum. Dvalargróin lifa upphitunina af. Þau umbreyta sér í sýkla sem mynda eitur.

Þekkt eru tvö afbrigði sýkilsins. Annað þeirra myndar eiturefni sem veldur bráðri ógleði, uppköstum og magaverkjum 1–5 klukkustundum eftir neyslu mengaðra matvæla. Niðurgangur getur komið síðar Hitt afbrigðið myndar eiturefni sem veldur bráðum niðurgangi og kviðverkjum 8–16 klukkustundum eftir neyslu mengaðra matvæla. Einkennin ganga í báðum tilfellum yfir á 24–36 klukkustundum.

 

Síðast uppfært 03.03.2007