Bólusetningar fullorðinna

Sjá stærri mynd

Almenna reglan er sú að séu liðin meira en 10 ár frá barnabólusetningum gegn stífkrampa og barnaveiki skal gefa örvunarskammt ef hætta er á sýkingu af völdum þessara sjúkdóma eða ef viðkomandi ferðast til svæða þar sem þessir sjúkdómar eru landlægir. Ekki er ástæða til þess að endurtaka aðrar barnabólusetningar hjá fullorðnum nema þeir séu í sérstakri áhættu.   

Bólusetningar fyrir fullorðna sem mælt er með á Íslandi: 

Bólusetningar Hve oft? Hverjir?
Inflúensa Árlega Allir eldri en 60 ára sem og börn og fullorðnir, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna-, og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. Barnshafandi konur og heilbrigðisstarfsmenn sem annast sjúklinga.
Kikhósti Á meðgöngu Barnshafandi konur milli 18. og 32. viku meðgöngu, á hverri meðgöngu óháð tíma sem liðinn er frá fyrri kikhóstabólusetningu.
Lifrarbólga A Ekki þörf á endurbólusetningu Allir þeir, sem hyggja á ferðalög til landa, þar sem sjúkdómurinn er landlægur. Samkynhneigðir karlar. Fíkniefnaneytendur.
Lifrarbólga B Ekki þörf á endurbólusetningu Heilbrigðisstarfsfólk, sem vinnur með blóð og blóðhluta, fólk í blóðskilun, fólk er þarf tíðar blóðgjafir, samkynhneigðir karlar, sprautuefnafíklar og fólk í sambýli með sjúklingum með lifrarbólgu B
Mislingar   Allir, sem ekki hafa verið bólusettir (reglulegar almennar bólusetningar hófust 1976) og allir, sem ekki hafa með vissu fengið mislinga.
Mænusótt Á 10 ára fresti (ef hætta er á smiti) Ef liðin eru meira en 10 ár frá síðustu bólusetningu er æskilegt að endurtaka hana ef smithætta er fyrir hendi eins og fyrir ferðir til landa þar sem sjúkdómurinn er landlægur.
Pneumókokkar (lungnabólgubakteríur) Ein bólusetning með fjölsykrubóluefni Allir eldri en 60 ára og fullorðnir (19 ára og eldri) með aukna áhættu á alvarlegum pneumókokkasýkingum skv. sérstökum leiðbeiningum. 
Stífkrampi og barnaveiki (dT) Á 10 ára fresti (ef hætta er á smiti) Ef liðin eru meir en 10 ár frá síðustu bólusetningu ber að endurtaka hana ef óhreinindi komast í sár eða ef ætlunin er að ferðast til vanþróaðra landa eða til svæða þar sem barnaveiki er landlæg. Mælt er með notkun dTaP (barnaveiki, stífkrampi, kikhósti) bóluefnis til að auka ónæmi gegn kikhósta í samfélaginu.

 

 

Aðrar bólusetningar:

 

Síðast uppfært 04.10.2020