Alvarlegar aukaverkanir
Á Íslandi hvílir sú skylda á heilbrigðisstarfsfólki að tilkynna óvanalegar og/eða hugsanlegar alvarlegar aukaverkanir til Lyfjastofnunar. Almenningur getur einnig tilkynnt hugsanlegar aukaverkanir bólusetninga til sömu stofnunar. Hægt er að tilkynna aukaverkanir rafrænt en einnig má nálgast eyðublöð á heilsugæslustöðvum.
Sjá: Aukaverkanir bólusetninga - með sérstöku tilliti til bóluefna gegn COVID-19
Tilkynning aukaverkana til Lyfjastofnunar
Samanburður á alvarlegum afleiðingum bólusetninga og sjúkdóma sem bólusett er gegn:
Alvarlegar afleiðingar
sjúkdóma |
Alvarlegar afleiðingar bólusetninga
|
|
Sönnuð tengsl | Engin tengsl | |
MISLINGAR: Lungnabólga: 1 af 20 Heilabólga: 1 af 2000 Dauði: 1 af 3000 í hinum vestræna heimi, 1 af 5 í þróunarlöndunum. Árlega deyr tæplega 1 milljón í heiminum. |
MMR (mislingar, hettusótt, rauðir hundar): Heilabólga eða alvarleg ofnæmisviðbrögð: 1 af 1.000.000. 1 af 500.000 fækkun blóðflagna: Liðbólgur: 1 af 300.000 |
Heilaskaði Einhverfa Þarmabólga Sykursýki |
HETTUSÓTT: Heilabólga: 1 af 300 | ||
RAUÐIR HUNDAR: Fósturskemmdir: 1 af 4 |
||
BARNAVEIKI: Dauði: 1 af 20 | DTP (barnaveiki, stífkrampi, kikhósti): Mikill grátur: 1 af 100 Krampar eða blóþrýstingslækkun með fullum bata: 1 af 1750 Truflun á heilastarfsemi: 0–10 af 1.000.000 |
Heilaskaði Einhverfa Vöggudauði |
STÍFKRAMPI: Dauði: 3 af 100 | ||
KIKHÓSTI: Lungnabólga: 1 af 8 Heilabólga: 1 af 20 Dauði: 1 af 200 |
||
LIFRARBÓLGA B: Langvarandi sýking: 1 af 2 |
Bráðaofnæmi: 1 af 600.000 |
Taugaskaði |
HLAUPABÓLA: Dauði: 1 af 40.000 Alvarleg bakteríusýking og truflun á heilastarfsemi: 1 af 1.500 |
Væg hlaupabóla og ristill: 3 af 100.000 |
|
MENINGÓKOKKAR C: Dauði: 1 af 10 Heilaskaði og drep í húð: 1 af 5 |
Bráðaofnæmi: 1 af 500.000 Liðbólgur, húðblæðingar: 1 af 1.000.000 |
|
HAEMOPHILUS INFLUENZAE B: Heilahimnubólga og blóðsýking: Dauði: 1 af 10 Heila- og heyrnarskaði: 1 af 3 |
Engin | Fækkun blóðflagna Taugaskaði Bráðaofnæmi Krabbamein |
MÆNUSÓTT: Lamanir: 1 af 100-1000 |
Engin | Taugaskaði Bráðaofnæmi |
PNEUMÓKOKKAR: Heilahimnubólga og blóðsýking: Dauði: 1 af 10 Alvarlegar aukaverkanir: 3 af 10 |
Engin | |
HUMAN PAPILLOMA VIRUS (HPV): Árlega greinast 1700 konur með forstigsbreytingar og 14–17 konur með leghálskrabbamein. Meðalfjöldi látinna á ári eru 2 |
Engin |
Heimildir: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO); Krabbameinsskrá Íslands
Síðast uppfært 28.07.2021
Greinar og ítarefni
- Dėl vakcinų nuo COVID-19 naudojimo Islandijoje
- Sobre el uso de las vacunas contra la COVID-19 en Islandia
- Informacje na temat stosowania szczepionek przeciw COVID-19 w Islandii (Um notkun bóluefna gegn COVID-19 á Íslandi)
- Samantekt á reglum og ráðleggingum fyrir einstaklinga með sögu um COVID-19
- COVID-19 bólusetningar og tíðaóregla