Aukaverkanir bólusetninga

Flestar bólusetningar geta valdið einhverjum aukaverkunum. Alvarlegar aukaverkanir bólusetninga eru mjög fátíðar en geta sést hjá u.þ.b. einum af hverjum 500.000–1.000.000 bólusetningum. Hugsanlegur skaði af bólusetningu er því margfalt minni en sá skaði sem hlýst af sjúkdómnum sem bólusetningin kemur í veg fyrir. Víða erlendis er fylgst mjög náið með öllum hugsanlegum aukaverkunum bólusetninga og á Íslandi er heilbrigðisstarfsmönnum skylt samkvæmt lögum að tilkynna um óvenjulegar og/eða alvarlegar aukaverkanir bólusetninga til Lyfjastofnunar. 

Tilkynning aukaverkana til Lyfjastofnunar

Eftir því sem tíðni bólusetningasjúkdóma fer minnkandi hefur umræðan um öryggi bólusetninga farið vaxandi. Þessi umræða er af hinu góða og hvetur heilbrigðisyfirvöld á hverjum tíma til að veita einstaklingum bestu og öruggustu bóluefni sem völ er á. 

 

Síðast uppfært 12.01.2017