Viðbrögð heilbrigðisyfirvalda

Opinber viðbrögð á Íslandi munu miðast við alvarleika hinnar nýju veiru í ljósi nýrra áreiðanlegra upplýsinga:

  • Undirbúningur á Íslandi er samkvæmt viðbragðsáætlunum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
  • Leiðbeiningar til heilbrigðisstarfsmanna hafa verið uppfærðar og gefnar út.
  • Leiðbeiningar til ferðamanna um hvernig eigi að nálgast heilbrigðiskerfið ef grunur vaknar um sýkingu af völdum hinnar nýju veiru (COVID-19) hafa verið gefnar út.
  • Á alþjóðlegum flugvöllum og höfnum landsins verður unnið samkvæmt sérstökum viðbragðsáætlunum.
  • Heilbrigðisstofnanir hafa verið hvattar til að uppfæra sínar viðbragðsáætlanir.
  • Ekki er ástæða til að hvetja til ferðabanns til eða frá Kína en ferðamenn eru hvattir til að sleppa ónauðsynlegum ferðalögum á svæði þar sem faraldur geisar og huga vel að sýkingavörnum á ferðalögum almennt.
  • Ekki er ástæða til að skima farþega á flugvöllum hér á landi eins og er, en upplýsingum um hvernig eigi að nálgast heilbrigðiskerfið vegna veikinda í tengslum við þennan faraldur verður dreift til ferðalanga með ýmsum leiðum.

Spurningar og svör varðandi kórónaveiruna

Sjá stöðuskýrslur sem gefnar eru út eftir þörfum.