Fara beint í efnið

Tilgangur bólusetningar gegn COVID-19

  • Að lágmarka dauðsföll og alvarleg veikindi vegna COVID-19. Nú þegar flestir hafa verið bólusettir og/eða fengið COVID-19 sýkingu er hætta á alvarlegri sýkingu meðal hraustra barna og fullorðinna minni en var 2020-2021. Þess vegna hefur áhersla færst yfir á bólusetningar þeirra sem eru í mestri hættu á alvarlegum veikindum og/eða hafa skerta getu til að svara bólusetningu.

  • Að draga úr áhrifum faraldursins á samfélagslega ómissandi starfsemi, sérstaklega þar sem áhrifa COVID-19 gætir mest, s.s. í heilbrigðiskerfinu. Þess vegna býðst heilbrigðisstarfsmönnum í bráðaheilbrigðisþjónustu (heilsugæsla, sjúkrahús) og starfsmönnum á hjúkrunarheimilum bólusetning þegar sérstakt tilefni er til, s.s. ef breytingar hafa orðið á bóluefni eða ef faraldur er svo útbreiddur að jafnvel skammvinn vörn gegn sýkingu getur haft áhrif á þol heilbrigðiskerfisins gegn ástandinu.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis