Um influensa.is

Vefsvæðið www.influensa.is er ætlað til fræðslu og upplýsingagjafar fyrir almenning og fagaðila um árlega inflúensu, fuglainflúensu og heimsfaraldur inflúensu.

Vefsvæðið er samvinnuverkefni sóttvarnalæknis, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar.

Samvinna þessara aðila er nauðsynleg til að samræma aðgerðir gegn heimsfaraldri inflúensu og gegn fuglainflúensu sem er fyrst og fremst sjúkdómur í fuglum en getur í undantekningartilfellum smitast í menn.

Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra unnu í sameiningu að viðbragðsáætlun gegn heimsfaraldri inflúensu í samræmi við ákvörðun ríkistjórnarinnar frá 10. febrúar 2006.

Sömuleiðis hafa sóttvarnalæknir, Matvælastofnun og Umhverfisstofnun haft samvinnu um forvarnir gegn fuglainflúensu til að hefta útbreiðslu í dýrum og koma í veg fyrir smit í mönnum.

Síðast uppfært 12.11.2012
SearchChange Fontsize