Leiðbeiningar um heilsuvernd grunnskólabarna

Sjá stærri mynd

Embætti landlæknis hefur gefið út leiðbeiningar um heilsuvernd grunnskólabarna. Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra.

Leiðbeiningarnar ná til helstu þátta sem tengjast heilsuvernd barna í grunnskólum. Þess er vænst að notkun þeirra auki gæði í heilsuvernd grunnskólabarna.

Kjölfestan í öllu starfi heilsuverndar grunnskólabarna er starf hjúkrunarfræðinga sem njóta stuðnings lækna og sálfræðinga á grunni leiðbeininganna.

Helstu þættir í heilsuvernd grunnskólabarna eru:

Fagleg starfsemi  heilsuverndar skólabarna

  • Fyrsta stigs forvarnir; heilbrigðisfræðsla, heilsuefling, ónæmisaðgerðir o.fl.
  • Annars stigs forvarnir; skimanir og heilbrigðisþjónusta í skólum.
  • Þriðja stigs forvarnir; aðbúnaður og umönnun barna með langvinnan heilsuvanda o.fl.

Skipulag heilsuverndar skólabarna

  • Staðsetning þjónustu.
  • Mönnun og mannauður.
  • Skráning í heilsuvernd skólabarna.

Gæði og eftirlit með heilsuvernd skólabarna

  • Skilgreindir gæðavísar í heilsuvernd skólabarna.
  • Skilgreindir heilsufarsvísar.
  • Skilgreindir starfsemisvísar.

Ákveðið hefur verið að innleiða skráningarkerfið Ískrá í heilsuvernd skólabarna á landsvísu. Með samræmdri skráningu skapast möguleikar til að fá upplýsingar um heilsufar og heilbrigðisþjónustu fyrir börn á grunnskólaaldri. Rafræn sjúkraskrá er mikilvæg forsenda gæðaþróunar þar sem grundvöllur skapast til að meta gæði þjónustunnar. Einnig veitir hún góða yfirsýn yfir starfið og einstaklinginn sem nýtur þjónustunnar, sparar tíma og skapar samfellu í þjónustunni.

Landlæknir mælist til þess að þeir starfsmenn heilbrigðisþjónustu sem sinna heilsuvernd grunnskólabarna noti leiðbeiningarnar í starfi sínu.

Síðast uppfært 15.11.2016