Hreyfing - Heilsueflandi framhaldsskóli

Sjá stærri mynd

Lögð er áhersla á að auka tækifæri nemenda og starfsfólks Heilsueflandi framhaldsskóla til að stunda reglulega hreyfingu, ásamt því að fá viðeigandi fræðslu um gildi og ávinning hreyfingar.

Skólar hafa aðgang að viðmiðunarlista sem er leiðbeinandi um heilsueflingu í þessum málaflokki og geta sett sér markmið í málaflokknum sem eru í samræmi við markmið skólans sem lúta að aukinni hreyfingu nemenda og starfsfólks.