Öryggi - Heilsueflandi leikskóli

Sjá stærri mynd

Markmið áverkavarna er að koma í veg fyrir að slys verði eða ofbeldi eigi sér stað og því er mikilvægt að huga að öryggi og slysavörnum í leikskólum.

Slys í leikskólum eru um 16% allra slysa á börnum 0–4 ára samkvæmt slysaskrá Íslands. Til að fækka slysum er mikilvægt að öll slys séu skráð á þar til gerð skráningarblöð sem eru til í leikskólanum.

Með því að hafa slíka samantekt getur starfsfólk betur sett sér markmið í fækkun slysa og unnið markvisst að því að forgangsraða slysavörnum miðað við fjölda og alvarleika slysanna sem börnin verða fyrir.

Þó svo að einelti sé talið algengast á miðstigi í grunnskóla getur það líka átt sér stað eða átt rætur sínar í leikskóla. Því er mikilvægt að kenna börnum samskiptafærni, vera góð fyrirmynd og leiðbeina þeim. Eins er mikilvægt að vera vakandi fyrir einkennum um vanrækslu eða annars konar ofbeldi og bregðast við því.

Verkfærakistan

Síðast uppfært 18.07.2018