Fjölskylda - Heilsueflandi leikskóli

Sjá stærri mynd

Áhugi, ábyrgð og áhrif foreldra á leikskólastarf, auk jákvæðra viðhorfa til leikskólagöngu, geta skipt sköpum fyrir almenna líðan og velferð barnanna.

Mikilvægt er að standa vel að aðlögun barns frá upphafi, því það getur haft áhrif á alla leikskólagöngu barnsins. Það er ný reynsla fyrir barnið og foreldra þegar barn byrjar í leikskóla. Þetta er nýtt og framandi umhverfi sem þau þurfa að kynnast. Í aðlögunarferlinu er mikilvægt að fjölskylda barnsins kynnist starfsfólki deildarinnar og því starfi sem fram fer í leikskólanum en ekki síður að starfsfólkið kynnist barninu og fjölskyldu þess. Með þessu er lagður góður grunnur að framtíðinni.

Verkfærakistan

Síðast uppfært 06.04.2017