Starfsfólk - Heilsueflandi leikskóli

Sjá stærri mynd

Mikilvægt er að starfsfólki leikskólans líði vel við vinnu sína. Heilsuefling á vinnustöðum getur skilað góðum árangri í þeim efnum. Ef vel er staðið að heilsueflingu er hún líkleg til að skila ávinningi fyrir starfsfólk og skólann í heild.

Með heilsueflingu starfsfólks stuðlar leikskólinn einnig að góðri ímynd og að litið sé á hann sem eftirsóknarverðan vinnustað.

Ávinningur starfsmanna getur meðal annars verið:

  • Vellíðan og starfsánægja
  • Bætt almenn heilsa
  • Færri veikindadagar
  • Meiri stöðugleiki í starfmannahaldi 
  • Aukið öryggi á vinnustað 

Starfsgeta hvers og eins eflist við þetta og allt getur þetta stuðlað að lengri og ánægjulegri starfsævi.

Vinnuveitendur sem hlúa að heilsu starfsfólks hafa ekki aðeins jákvæð áhrif á starfsfólk og starfsumhverfið í heild heldur geta áhrifin einnig náð til fjölskyldna starfsfólksins og samfélagsins alls.

Verkfærakistan

Meðal efnis á vef Embættis landlæknis:

Meðal efnis á vef Vinnueftirlitsins:

Annað efni:

 

 

 


Síðast uppfært 05.10.2016