Geðrækt - Heilsueflandi leikskóli

Sjá stærri mynd

Á fyrstu æviárum barna er lagður grunnur að tilfinningalegri heilsu og velferð þeirra í lífinu.

Samkvæmt skilgreiningu Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar er góð geðheilsa og líðan forsenda þess að geta notið lífsgæða, vera fær um að finna tilgang með lífinu og vera virkur og skapandi einstaklingur í samfélagi með öðrum.

Fyrstu ár barnsins eru einhver þau mikilvægustu í lífi þess með tilliti til tilfinninga- og félagsþroska, en eðlilegur þroski barna er háður öruggum og ánægjulegum tengslum við aðra. Því er brýnt að umhverfi ungra barna einkennist af stöðugleika og hlýju og að börnin geti tengst þeim sem annast þau tilfinningaböndum.

Verkfærakistan

Meðal efnis á vef Embættis landlæknis:

Annað efni:

 • Heilbrigði og velferð – grunnþáttur menntunar á öllum skólastigum. Ritröð Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Námsgagnastofnunar um grunnþætti menntunar.
 • Ýmislegt efni á vef Menntamálastofnunar
 • Vefur um samskipti og tengslamyndun
 • Vefur um sjálfsmynd. Þar er að finna ýmiss konar fróðleik sem snýr að jákvæðri sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga.
 • Árin sem enginn man. Bók um mikilvægi tengslamyndunar fyrir ung börn eftir Sæunni Kjartansdóttur sálgreini.
 • Kroppurinn er kraftaverk: Vefur sem fjallar um heilbrigða líkamsmynd, líkamsvitund og fjölbreytileika líkamsvaxtar og útlits.
 • Hvað get ég gert? Bækur fyrir börn og foreldra um algeng vandamál í lífi barna, svo sem áhyggjur, reiði eða svefnvanda, og lausnir við þeim sem byggja á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar.
 • Saga um tilfinningar. Bók sem ætlað er að leiðbeina fullorðnum við að ræða um tilfinningar við börn.
 • Vefur um raddheilsu. Á þessum vef er að finna upplýsingar um raddheilsu, heyrn og hávaða í skólaumhverfi.
 • Vefur um málþroska barna. Hér má finna greinargóðar upplýsingar og gagnleg ráð um málþroska barna, málörvun og frávik í máli og tali.
 • Barnaheill – Save the Children á Íslandi. Vefur um verndun barna gegn ofbeldi  –  upplýsingar og fróðleikur.
 • Heimili og skóli, landssamtök foreldra. Fræðsla um einelti.

 

Síðast uppfært 05.10.2016