Hvað felst í Skráargatinu?
Skráargatið er opinbert samnorrænt merki sem auðveldar neytendum að velja hollar matvörur úr hillum verslana.
Matvörur sem bera Skráargatið verða að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna. Skráargatið auðveldar því neytendum valið á hollari matvörum og þar með að fara eftir opinberum ráðleggingum um mataræði og næringarefni.
Skilyrði varðandi samsetningu næringarefna:
- Minni og hollari fita
- Minni sykur
- Minna salt
- Meira af trefjum og heilkorni
Skráargatið - Einfalt að velja hollara
Veldu vörur merktar Skráargatinu. Þú getur fundið Skráargatið á:
- Ávöxtum,berjum og hnetum
- Fiski, skelfiski og vörum úr fiski
- Grænmeti og kartöflum
- Kjöti og kjötvörum
- Matarolíu,viðbiti og sósu
- Mjólk og mjólkurvörum
- Tilbúnum réttum
- Vörum úr jurtaríkinu sem valkostur við dýraafurðir
Mikilvægt að borða fjölbreytt
Skráargatið auðveldar þér að velja hollari matvöru, en það er líka mikilvægt að hafa fjölbreytnina í fyrirrúmi og gæta þess að fá fæðu úr öllum fæðuflokkum yfir daginn.
Grænt eða svart Skráargat?
Skráargatið er ýmist grænt að lit eða svart, á þessu tvennu er þó enginn munur. Merkið er skrásett vörumerki, sem þýðir að það eru settar kröfur um útlit merkisins.
Skráargatið - óháð lit - mun alltaf þýða hollara val, innan hvers vöruflokks.
Skráargatið er fyrir alla
Skráargatsmerktar vörur henta nær öllum, bæði börnum og fullorðnum. Merkið er fyrir þá sem vilja borða hollan mat.
Síðast uppfært 17.11.2020