Starfsfólk. Heilsueflandi grunnskóli

 Að starfsfólki skóla líði vel í vinnunni er jafn mikilvægt og að nemendum líði vel í skólanum. Heilsuefling á vinnustöðum getur þar skilað góðum árangri. Ef vel er að staðið er líklegt að hún skili ávinningi fyrir bæði starfsfólk og nemendur og allt skólastarfið í heild sinni.

Með heilsueflingu starfsfólks stuðlar skólinn einnig að góðri ímynd sinni og að litið sé á hann sem eftirsóknarverðan vinnustað.

Ávinningur starfsmanna getur verið m.a.

  • Færri slys og sjúkdómar 
  • Bætt almenn heilsa
  • Vellíðan og starfsánægja
  • Minni fjarvistir
  • Færri veikindadagar. 

Starfsgeta hvers og eins eflist og getur jafnvel stuðlað að lengri starfsævi. Vinnuveitendur sem hlúa að heilsu starfsfólks hafa ekki aðeins jákvæð áhrif á starfsfólk og starfsumhverfið í heild, heldur geta áhrifin einnig náð til fjölskyldu starfsfólksins og samfélagsins í heild.

  • Handbók um heilsueflandi grunnskóla. Kaflinn Starfsfólk (PDF)

Önnur hjálpargögn og ítarefni

Síðast uppfært 18.04.2017