Nærsamfélag. Heilsueflandi grunnskóli
Til að ná sem bestum árangri við heilsueflingu og forvarnir í skólastarfi er mikilvægt að vera í samstarfi við lykilaðila í nærsamfélagi skólans og skólahverfið.
Virkt samstarf milli skóla og annarra í nærsamfélaginu leiðir til þess fremur að allir hafa sameiginlegan skilning á því sem er mikilvægast, hver helstu verkefnin eru og hvaða leiðir eru vænlegastar til árangurs.
Til að átta sig á nærsamfélagi hvers skóla þarf að skoða hvaða stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök eru í skólahverfinu og hvort viðkomandi sé þegar tengdir skólastarfinu og þá hvernig. Kortlagning samstarfsaðila í nærsamfélaginu gefur yfirsýn yfir stöðuna og hugsanleg sóknarfæri til nánara samstarfs.
Í Handbók um heilsueflandi grunnskóla er sérstakur kafli um nærsamfélagið.
-
Handbók um heilsueflandi grunnskóla. Kaflinn Nærsamfélag (PDF)
Áhugavert efni:
Síðast uppfært 16.05.2014