Heimili. Heilsueflandi grunnskóli

 Áhugi, ábyrgð og áhrif heimilanna á skólastarf, auk jákvæðra viðhorfa til náms og skólagöngu, geta skipt sköpum fyrir námsárangur og almenna velferð nemenda.

Með auknu og bættu samstarfi foreldra og forráðamanna skólabarna, innbyrðis og við skólann, eykst samtakamáttur í uppeldishlutverkinu.

Sérstakur foreldrasáttmáli, þar sem foreldrar sameinast um uppeldisleg gildi, undirstrikar þennan samtakamátt enn frekar, sem er forvörn í sjálfu sér.

Foreldrar hafa ákveðinn rétt og skyldur til að koma að skólastarfinu.

Í handbók um Heilsueflandi grunnskóla er sérstakur kafli um samvinnu við heimilin heilmilanna í heilsueflingu nemenda.

  • Handbók um heilsueflandi grunnskóla. Kaflinn Heimili (PDF)


Önnur hjálpargögn

Síðast uppfært 16.05.2014