Lífsleikni. Heilsueflandi grunnskóli

 Lífsleikni er einn þáttur í verkefninu Heilsuelfandi grunnskóli. Lífsleikni nær til fjölmargra þátta sem varða lifnaðarhætti og þar með lífsstíl nemenda.

Lífsstíl eða lifnaðarhætti má skilgreina sem þá hegðun sem endurspeglar ákveðin viðhorf og gildi einstaklinga eða hópa. Að jafnaði er auðveldara að hafa strax í upphafi áhrif á viðhorf fólks til hinna ýmsu lifnaðarhátta, sem síðan mótar hegðunina, heldur en að breyta hegðun eftir á þegar hún er orðinn að vana eða lífsstíl.

Undir þáttinn lífsleikni fellur ýmis áhættuhegðun, s.s. neysla löglegra eða ólöglegra vímuefna og tóbaks. Þessi áhættuhegðun er sérstaklega varhugarverð á uppvaxtarárunum þegar nemendur eru að taka út andlegan og líkamlegan þroska á sama tíma og þau eru að móta sín viðhorf og lífsstíl.

Skólinn er hluti af því umhverfi sem hefur áhrif á viðhorf og hegðun ungs fólks og því mikilvægt að hann setji sér stefnu og viðmið fyrir þessa lífsstílstengdu þætti.

  • Handbók um heilsueflandi grunnskóla. Kaflinn Lífsleikni (PDF)


Kennsluefni og ýmis hjálpargögn

Skjáviðmið

Tóbaksvarnir

Áfengis- og vímuvarnir

  • Námsefni Námsgagnastofnunar um áfengis- og vímuvarnir www.nams.is

 Kynheilbrigði

 Ýmist tengt efni

  • Saft www.saft.is Upplýsingar, fróðleikur og námsefni umjákvæða og örugga netnotkun
  • Barnaheill www.barnaheill.is Ábendingarhnappur á forsíðu, þar er hægt að tilkynna óviðeigandi og/eða ólöglegt efni á netinu

Síðast uppfært 12.12.2014