Lífsleikni. Heilsueflandi grunnskóli

Lífsleikni er getan til að aðlagast mismunandi aðstæðum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og að takast á við kröfur og viðfangsefni daglegs lífs (WHO).

Lífsleikni er einn af þeim þáttum sem unnið er með í Heilsuelfandi grunnskóla. Lífsleikni nær til fjölmargra þátta sem varða lifnaðarhætti og þar með lífsstíl nemenda.

Lífsstíl eða lifnaðarhætti má skilgreina sem þá hegðun sem endurspeglar ákveðin viðhorf og gildi einstaklinga eða hópa. Að jafnaði er auðveldara að hafa strax í upphafi áhrif á viðhorf fólks til hinna ýmsu lifnaðarhátta, sem síðan mótar hegðunina, heldur en að breyta hegðun eftir á þegar hún er orðinn að vana eða lífsstíl.

Skólinn er hluti af því umhverfi sem hefur áhrif á viðhorf og hegðun ungs fólks og því mikilvægt að hann setji sér stefnu og viðmið fyrir þessa lífsstílstengdu þætti.

Aukin lífsleikni eflir nemendur í:

• samskiptahæfni svo þeir geti tjáð sig, skilið eigin líðan og tilfinningar og geti brugðist við á viðeigandi hátt

• sjálfsöryggi sem m.a. fær þá til að leita sér aðstoðar þegar þess gerist þörf

• að setja sig í spor annarra, auðsýna samkennd og veita öðrum stuðning

• að sýna frumkvæði við að leysa vanda og ágreiningsmál á uppbyggilegan hátt

• að takast á við streitu og læra að slaka á

• að taka sjálfstæðar ákvarðanir um eigið líf sem byggðar eru á gagnrýninni og uppbyggilegri hugsun

• að vita hvað þeir vilja í reynd og hvað ekki, sér og öðrum til góðs og farsældar, og hugrekki til að fylgja ákvörðunum sínum eftir.

  • Handbók um heilsueflandi grunnskóla. Kaflinn Lífsleikni (PDF)

Kennsluefni og ýmis hjálpargögn

Tóbaksvarnir 

Áfengis- og vímuvarnir

Skjáviðmið - skjánotkun

 Kynheilbrigði

  • Fáðu já! Stuttmynd um mörkin milli ofbeldis og kynlífs
  • Stattu með þér. Stuttmynd um sjálfsvirðingu, ofbeldi og að setja mörk. Fyrir miðstig grunnskóla

 Annað tengt efni

Síðast uppfært 31.10.2019