Hreyfing. Heilsueflandi grunnskóli

 Allir þurfa á daglegri hreyfingu að halda óháð aldri, kyni, holdafari, andlegri eða líkamlegri getu.

Með því að skapa öruggar aðstæður, sem takmarka langvarandi kyrrsetu og styðja bæði nemendur og starfsfólk skóla til daglegrar hreyfingar, má leggja grunninn að því að sem flestir fullnægi daglegri hreyfiþörf sinni.

Með aðstæðum er bæði vísað til ýmiss konar starfs sem fram fer í tengslum við skólann og til þeirrar aðstöðu sem starfinu er búin, bæði innan- og utandyra með tilliti til hreyfingar og öryggis.

Öruggt skólaumhverfi, sem stuðlar að daglegri hreyfingu nemenda og starfsfólks, er því sannarlega til þess fallið að stuðla að árangursríkri kennslu og námi í grunnskólum. Hreyfing og öryggi tvinnast þannig saman í starfi Heilsueflandi grunnskóla og mynda einn af átta þáttum verkefnisins.

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast  kennsluefni og hjálpargögn um hreyfingu.

Kennsluefni og önnur hjálpargögn


 

Síðast uppfært 27.09.2021