Vinir Zippýs

Sjá stærri mynd

Vinir Zippýs eða "Zippy's Friends" er geðræktarnámsefni fyrir börn á aldrinum 5-7 ára. Það eru bresku góðgerðarsamtökin Partnership for Children sem sjá um útbreiðslu og samningu námsefnisins sem nú er kennt í 28 löndum, að Íslandi meðtöldu.

Foreldrar
Mikil áhersla er lögð á aðkomu foreldra að kennslu námsefnisins. Foreldrum er boðið á kynningarfund áður en byrjað er að kenna námsefnið og á slíkum fundi fá þeir afhentan kynningarbækling um námsefnið. Þá hafa einnig verið útbúnar leiðbeiningar fyrir foreldra um hvernig þeir geti aðstoðað barnið sitt svo að það hafi sem mest gagn af námsefninu Vinir Zippýs. Á síðunni Fyrir foreldra er hægt að nálgast upplýsingar um námsefnið.

Kennsla

Vinir Zippýs er kennt í grunnskólum en hefur einnig verið kennt í leikskólum. Kennarar sem kenna námsefnið þurfa allir að sækja námskeið. Kennarar sem fengið hafa þjálfun kenna námsefnið eina kennslustund á viku í samtals 24 vikur. Nánar um efnið á síðunni Fyrir kennara.

Rannsóknir hafa sýnt að mjög góður árangur hlýst af þessu námsefni í mismunandi menningarumhverfi. Í ljós kom að börnin sem höfðu farið í gegnum námsefnið sýndu greinilega framför í því að takast á við vandamál á jákvæðan hátt (e. coping abilities) samanborið við börn sem ekki fóru í gegnum það.

Sagan á bak við verkefnið Vinir Zippýs

Síðast uppfært 11.09.2014

Myndaalbúm

Myndaalbúm
Myndaalbúm
Myndaalbúm
Myndaalbúm