Ung- og smábarnavernd

Sjá stærri mynd

Markmið ung- og smábarnaverndar er að stuðla að því að börn fái að þroskast við þau bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á.

Hjúkrunarfræðingar eða ljósmæður fara í heimavitjanir á heimili nýfæddra barna og fjölskyldna þeirra og fylgjast með heilsu og líðan fjölskyldu og barns og veita fræðslu og ráðgjöf. Fjöldi heimsókna fer eftir samkomulagi.

Frá sex vikna aldri er boðið upp á reglulegar skoðanir á heilsugæslustöðinni. Þá er barnið skoðað og þroski þess metinn. Ennfremur er foreldrum veittar ráðleggingar varðandi umönnun og uppeldi barnsins og eigin líðan.

Einnig er boðið upp á bólusetningar gegn ákveðnum sjúkdómum.

 

Leiðbeiningar fyrir heilbrigðisstarfsfólk
Embætti landlæknis og Þróunarsvið heilsugæslunnar hafa samvinnu um útgáfu leiðbeininga um ung- og smábarnavernd fyrir heilbrigðisstarfsfólk og hefur svo verið um langt árabil.

Leiðbeiningarnar voru endurskoðaðar og gefnar út með nýju rafrænu sniði á vef embættisins í nóvember 2016. Þar er umfjöllun um alls tólf skoðanir sem fara fram frá því á fyrstu dögum eftir fæðingu barns til fjögurra ára aldurs. Hver skoðun er kynnt á sérstakri vefsíðu þar sem hægt er að nálgast einstaka verkþætti skoðunarinnar.   

 
 


Síðast uppfært 23.11.2016