Heilsueflandi grunnskóli

Samkvæmt Aðalnámsskrá grunnskóla (2011) er Heilbrigði og velferð nú einn af sex grunnþáttum menntunar. Þátttaka í Heilsueflandi grunnskóla styður skóla í að innleiða þennan grunnþátt í öllu sínu starfi.

 Grunnskólar sem vilja taka þátt í Heilsueflandi grunnskóla fylla út umsókn og senda á Embætti landlæknis. (Hlekkur á mynd af umsókn sem hægt er að smella á)

Heilsueflandi grunnskóla er ætlað að styðja skóla í að vinna markvisst að heilsueflingu í starfi sínu. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. Skólar koma sér upp heildrænni og vel skipulagðri heilsustefnu þar sem horft er á allt skólasamfélagið í heild.

Heilsueflandi grunnskóli er afurð þróunarstarfs sem var unnið í samstarfi við fjölmarga hagsmunaaðila. Við mótun Heilsueflandi grunnskóla var stuðst við efni frá Samtökum heilsueflandi skóla í Evrópu (Schools for Health in Europe, SHE). Egilsstaðaskóli var forystuskóli í þeirri vinnu.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og velferðarráðuneytið hafa stutt við mótun Heilsueflandi grunnskóla en einnig eiga Samband íslenskra sveitarfélaga, Heimili og skóli, skólaheilsugæslan, háskólasamfélagið, Menntamálastofnun og skóla- og frístundasvið Reykjavíkur fulltrúa í ráðgefandi faghópi Heilsueflandi grunnskóla.

Handbók um heilsueflandi grunnskólaHjá Embætti landlæknis er verið að vinna að gerð leiðbeininga fyrir Heilsueflandi grunnskóla um hvernig best er að standa að innleiðingu og hafa umsjón með starfinu. Hægt er að nálgast drög að leiðbeiningunum með því að senda póst á netfangið hgs@landlaeknir.is

Handbók með fræðilegum inngangi og gátlistum fyrir hvern áhersluþátt Heilsueflandi grunnskóla er hægt að skoða hér (Smelltu hér til að opna).

Áhersluþættir Heilsueflandi grunnskóla eru átta og hér að neðan má sjá merkin sem notuð eru fyrir einstaka þætti. Í reit til hægri eru hlekkir á upplýsingar um hvern þátt og verkfærakistur þeim tengdar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Hugmyndin um Heilsueflandi grunnskóla er byggð á Ottawa-sáttmála Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um heilsueflingu, en þar eru talin upp sex grundvallaratriði:

 • Stefnuviðmið um Heilsueflandi grunnskóla
   
 • Skólaumhverfið
   
 • Félagslegt umhverfi skólanna
   
 • Heilsuvitund nemenda og geta þeirra til breytinga
   
 • Samfélagstengsl
   
 • Heilbrigðisþjónusta 

Sjá nánari umfjöllun á þessum vef: Grundvallaratriði Ottawa-sáttmálans

Sjá upplýsingar um Forvarnadaginn sem haldinn er  ár hvert að frumkvæði forseta Íslands.

 

 

Síðast uppfært 22.09.2022