Tóbaksvarnir og ungbörn

Reykingar á meðgöngu

Reykingar á meðgönguHeilbrigt líferni á meðgöngu er mikilvægt bæði fyrir fóstrið og móðurina því að rannsóknir sýna að reykingar á meðgöngu hafa áhrif á vöxt fóstursins, valda fylgikvillum á meðgöngu og hafa langtímaáhrif á barnið síðar meir á ævi þess. Mjög mikilvægt er að þær konur sem reykja hætti því að minnsta kosti á meðgöngu og meðan brjóstagjöf stendur yfir.

Bæklingurinn Reykingar og meðganga er fræðsluefni um skaðsemi reykinga á meðgöngu og mikilvægi þess að hætta að reykja á meðgöngunni. Hægt er að panta bæklinginn á Miðstöð mæðraverndar í síma 585 1400. 

Texti bæklingsins og útdráttur hefur verið þýddur á 7 tungumál sem hægt er að prenta út.

Reykingar og meðganga albanska, arabíska, enska, pólska, rússneska og taílenska.

Reykingar og meðganga. Útdráttur albanska, arabíska, enska, pólska, rússneska, spænska og taílenska.

 

Síðast uppfært 11.11.2015