Tóbaksvarnir og börn á leikskólaldri

Sjá stærri mynd

Börn á leikskólaaldri eru viðkvæmari fyrir áhrifum tóbaksreyks en fullorðið fólk. Enginn vafi leikur á því að best er fyrir börn að foreldrarnir hætti alveg að reykja. Þeir foreldrar og forráðamenn sem eru ekki tilbúin til að hætta að reykja geta þið samt sem áður verndað barnið sitt fyrir skaðlegum áhrifum af völdum reykinga.

Það er því áríðandi að reykja aldrei í návist barna. Það er mikilvægt þegar barn er á heimilinu að taka ákvörðun um að þar sé ekki reykt.

Hafa ber í huga að eina leiðin til að vernda börn fyrir skaðlegum áhrifum tóbaksreykjs er að leyfa aldrei reykingar í návist barnsins, á heimilinu eða í bílnum því að börn reykja óbeint þegar reykt er í kringum þau.

Síðast uppfært 11.11.2015