Tóbaksvarnir

Starfsemi Embættis landlæknis á sviði tóbaksvarna lýtur að forvörnum og heilsueflingu og felur meðal annars í sér gerð fræðsluefnis, ráðgjöf, rannsóknir og stefnumótun.

Megináherslur í starfinu eru að koma í veg fyrir að ungt fólk hefji neyslu tóbaks og að veita aukna aðstoð þeim sem vilja hætta að nota það.

Starfsfólk embættisins á sviði tóbaksvarna veitir stjórnvöldum faglega ráðgjöf um allt sem lýtur að tóbaksvörnum, stefnumótun um tóbaksvarnir og nýjar áherslur í tóbaksvörnum.

Markmið með lögum um tóbaksvarnir er að draga úr heilsutjóni og dauðsföllum af völdum tóbaks með því að minnka tóbaksneyslu og vernda fólk fyrir áhrifum tóbaksreyks og virða rétt hvers manns til að geta andað að sér lofti sem er ekki mengað tóbaksreyk af völdum annarra.

Á vegum Embættis landlæknis eru reglulega unnar kannanir á umfangi á neyslu tóbaks hér á landi. Einnig er safnað öðrum tölfræðilegum upplýsingum sem gefa vísbendingar um stöðu þessara mála í landinu og skaðlegrar afleiðingar tóbaksneyslu til að miðla til almennings, fagfólks og yfirvalda heilbrigðismála.

Hægt er að panta ýmiss konar fræðsluefni fyrir almenning og fagfólk af vef embættisins eða prenta það út.

Síðast uppfært 11.11.2015