Tannheilsa og eldra fólk

Sjá stærri mynd

Heilbrigði tanna skiptir miklu máli fyrir almenna heilsu og vellíðan fólks en rannsóknir benda til að eldra fólki geti verið hættara við t.d. hjartasjúkdómum og lungnabólgu ef munnurinn er illa hirtur. Ástæðan fyrir þessu er talin tengjast ákveðnum bakteríum í munnholi sem borist geta með blóðrásinni um líkamann.

Tannheilsa nú á dögum er almennt góð hjá Íslendingum og eldra fólk er nú með fleiri eigin tennur heldur en áður fyrr. Nú er um þriðjungur Íslendinga á aldrinum 65–74 ára með 20 eða fleiri eigin tennur og því nauðsynlegt að huga vel að tannhirðunni. Þeim fækkar jafnt og þétt sem nota þurfa gervitennur en þó er um þriðjungur Íslendinga á aldrinum 65–74 ára tannlausir með öllu.

Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í almennum tannlæknakostnaði aldraðra og lífeyrisþega. Frekari upplýsingar eru á vef Sjúkratrygginga Íslands.

Sjá einnig upplýsingar um tannheilsu hér:

Síðast uppfært 22.12.2017