Tannheilsa og börn á leikskólaaldri

Sjá stærri mynd

Hafa má jákvæð áhrif á tannheilsu leikskólabarna með því að koma á góðum venjum varðandi mataræði og munnhirðu. Foreldrar gegna lykilhlutverki í tannvernd barna sinna en samvinna heimila og leikskóla getur stuðlað að enn betri tannheilsu barna og þar með að betri tannheilsu síðar á ævinni.

Barnatennur er nauðsynlegt að hreinsa að lágmarki tvisvar sinnum yfir daginn, og almennt er mælt með tannburstun eftir morgunverð og mjög vel áður en farið er í háttinn. Börn yngri en sex ára eiga ekki að skammta tannkrem á burstann.

Ráðlagt magn flúortannkrems og styrkur flúors í tannkremi fer eftir aldri barnsins. Magn tannkrems samsvarar:

  • ¼ af nögl litlafingurs á barni yngra en 3 ára (1000 – 1350 ppm F)
  • nöglinni á litlafingri barns 3–5 ára (1000 – 1350 ppm F)
  • 1 cm fyrir 6 ára og eldri (1350 – 1500 ppm F)

Flúor í tannkremi virkar lengur ef ekki er skolað eftir tannburstun, það nægir að skyrpa.

Tannþráð þarf að nota reglulega og helst daglega, en með honum hreinsum við þá tannfleti sem burstinn nær ekki til. Tímabært er að hefja notkun tannþráðar þegar barnið er 3–4 ára.

  • Sykruð fæða, bæði matur og drykkur, skemmir tennur barnsins.
  • Vatnið er besti svaladrykkurinn og börnum er óhætt að drekka vel af því.

Í reit hér ofar til vinstri má nálgast fræðslumyndbönd sem sýna réttu handtökin við tannhirðu barna 6 mánaða – 6 ára.

Reglulegt tanneftirlit

Það er nauðsynlegt að mæta reglulega í tanneftirlit og fyrsta heimsókn barns til tannlæknis á að vera ánægjuleg upplifun.

Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga vegna tannlækninga barna

Sjúkratryggingar taka þátt í greiðslu vegna tannlækninga barna að 18 ára aldri. Skilyrði fyrir greiðsluþátttöku er að börn  séu skráð hjá heimilistannlækni.

Sjá nánar á vef Sjúkratrygginga Íslands

Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að panta tíma í fyrstu tannskoðun þegar barnið er tveggja ára.

Erlend tungumál

Fræðsluefni og bæklingar um tannhirðu og tannvernd fyrir þá sem ekki hafa íslensku að móðurmáli hafa verið þýdd á erlend tungumál:

Sjá einnig upplýsingar um tannheilsu hér:

Síðast uppfært 15.06.2022