Tannheilsa

Embætti landlæknis veitir stjórnvöldum, fagfólki, fjölskyldum og einstaklingum ráðgjöf um tannheilbrigðismál og hefur umsjón með forvarna- og heilsueflingaverkefnum fyrir alla aldurshópa.

Markmið starfsins er að stuðla að betri tannheilsu landsmanna með ráðgjöf, leiðbeiningum og útgáfu fræðsluefnis í samstarfi við innlendar og erlendar heilbrigðis-, mennta- og rannsóknarstofnanir.

Á undirsíðum má nálgast upplýsingar um tannvernd fyrir alla aldurshópa.

Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga í tannlækniskostnaði barna

Samningur milli Tannlæknafélags Íslands og Sjúkratrygginga tryggir börnum undir 18 ára aldri gjaldfrjálsar tannlækningar, fyrir utan 2500 kr. árlegt komugjald sem greitt er einu sinni á 12 mánaða fresti.

Forsenda greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga er að barnið hafi heimilistannlækni og foreldrar bera ábyrgð á tímapöntun hjá tannlækni (listi yfir heimilistannlækna) og skráningunni í Réttindagátt Sjúkratrygginga. Tannlæknar geta einnig klárað skráninguna, þegar mætt er í bókaðan tíma.

Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að panta tíma í fyrstu tannskoðun þegar barnið er tveggja ára.

Gjaldfrjálsar tannlækningar ná yfir eftirlit, forvarnir, flúormeðferð, skorufyllur, tannfyllingar, rótfyllingar og annað sem telst til nauðsynlegra tannlækninga.

Nánari upplýsingar má finna á vef Sjúkratrygginga Íslands.

Erlend tungumál

Fræðsluefni og bæklingar um tannhirðu og tannvernd fyrir þá sem ekki hafa íslensku að móðurmáli hafa verið þýdd á erlend tungumál:

Sjá einnig upplýsingar um tannheilsu hér:

Síðast uppfært 22.12.2017