Tannvernd

Embætti landlæknis veitir stjórnvöldum, fagfólki, fjölskyldum og einstaklingum ráðgjöf um tannheilbrigðismál og hefur umsjón með forvarna- og heilsueflingaverkefnum fyrir alla aldurshópa.

Markmið starfsins er að stuðla að betri tannheilsu landsmanna með ráðgjöf, leiðbeiningum og útgáfu fræðsluefnis í samstarfi við innlendar og erlendar heilbrigðis-, mennta- og rannsóknarstofnanir.

Á undirsíðum má nálgast upplýsingar um tannvernd fyrir alla aldurshópa.

Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga í tannlækniskostnaði
Tannlækningum er einungis sinnt á einkastofum tannlækna. Samningur milli Tannlæknafélags Íslands og Sjúkratrygginga tryggir börnum undir 18 ára aldri gjaldfrjálsar tannlækningar, fyrir utan 2500 kr. árlegt komugjald.

Forsenda greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga er að barnið hafi heimilistannlækni og foreldrar bera ábyrgð á skráningunni í Réttindagátt Sjúkratrygginga.

Nánari upplýsingar má finna á vef Sjúkratrygginga Íslands.

 

Erlend tungumál

Fræðsluefni og bæklingar um tannhirðu og tannvernd fyrir þá sem ekki hafa íslensku að móðurmáli hafa verið þýdd á erlend tungumál:

Síðast uppfært 01.12.2015