Stuðningur í kjölfar sjálfsvígs

Hvert dýrmætt líf sem við missum í sjálfsvígi er harmleikur sem skilur eftir sig mikla sorg og tómarúm.

Mikill fjöldi manns; fjölskylda, vinir, samstarfsfélagar, heilbrigðisstarfólk og allt nánasta umhverfi einstaklingsins verður fyrir langvarandi áhrifum í kjölfarið.

Sárar tilfinningar á borð við dofa, afneitun, reiði, ásökun eða sektarkennd getur einkennt sorgina, sem þó getur verið mjög einstaklingsbundin.

Bæklingur unninn af embætti landlæknis, Píeta og Sorgarmiðstöð.

Í kjölfar sjálfsvígs. Til syrgjenda og aðstandenda