Sjálfsvígsforvarnir

 Starfsemi embætti landlæknis á sviði sjálfsvígsforvarna felur í sér að fylgja eftir aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum, sem samþykkt var af heilbrigðisráðherra 2018.

Aðgerðaráætlunin telur yfir 50 aðgerðir í 6 liðum og nær til almennra og samfélagslegra aðgerða.

Tillögurnar snúa að eftirfarandi þáttum:

  1. Eflingu geðheilsu og seiglu í samfélaginu
  2. Gæðaþjónustu á sviði geðheilbrigðis
  3. Takmörkun á aðgengi að hættulegum efnum, hlutum og aðstæðum
  4. Aðgerðum til að draga úr áhættu meðal sérstakra áhættuhópa
  5. Stuðningi við eftirlifendur
  6. Eflingu þekkingar á sviði sjálfsvíga og sjálfsvígsforvarna