Ofbeldis- og slysavarnir og fullorðnir

Fjöldi slysa í aldurshópnum 24 - 66 ára er minni en hjá öllum öðrum hópum, sérstaklega eftir 25 ára aldur. Þrátt fyrir það er fjöldi slysa mikill og þegar ástæður þeirra eru skoðaðar kemur í ljós að hægt hefði verið að fyrirbyggja flest þeirra með einföldum aðgerðum.

Hjá einstaklingum 18-25 ára eiga reynsluleysi og áhættuhegðun enn mikinn þátt í slysum. Fjöldi slysa fer fjölgandi aftur við 60 ára aldur og heldur áfram að aukast næstu árin.

Margir sætta sig við að lenda í slysi og líta á þau sem óhjákvæmileg en slys eru það ekki. Slysavarnir byrja hjá hverjum einstaklingi fyrir sig. Við sjálf getum gert heilmikið til að tryggja öryggi okkar en auðvitað eru ýmsar hættur í umhverfinu sem ber að varast. Það er því mikilvægt að allir kynni sér hverjar eru ástæðar slysa og hvernig er hægt að fyrirbyggja þau.

Vinnuslys
Þó gerðar séu kröfur til vinnuveitenda um öryggi á vinnustöðum, þá er það skylda hvers og eins að kynna sér þær og fara eftir öllum tilmælum. Við berum ábyrgð á eigin öryggi

Ekki er síður mikilvægt að tryggja öryggi þegar unnið er við heimilið, sumarbústaðinn eða bifreiðina en alvarleg vinnuslys í frítíma eru algeng hér á landi.

Frítímaslys
Frítímaslys gerast m.a. í hjólreiðum, fjallgöngum, veiðitúrum og ferðalögum. Mikilvægt er að allir stundi hreyfingu en á sama tíma hugi að öryggi sínu.


Íþróttaslys
Íþróttaslys geta verið alvarleg og áverkarnir varanlegir. Mikilvægt er að sýna aðgát, nota réttan búnað og hlusta á líkamann.


Umferðarslys
Hér á landi verða árlega mörg alvarleg slys í umferðinni. Vertu meðvitaður um hætturnar í umferðinni og hvernig er hægt að fyrirbyggja slys.

Áhættuhegðun
Rekja má alvarleg slys til áhættuhegðunar og neyslu áfengis eða fíkniefna. Áhættuhegðun minnkar hjá karlmönnum eftir 26 ára aldurinn, en mun fyrr hjá konum.

Nánari upplýsingar um öryggi fullorðinna í íþróttum, í umferðinni, í vinnunni og í frítímanum er á finna á vef Slysavarnahússins.

 

Síðast uppfært 31.05.2012