Ofbeldis- og slysavarnir og eldra fólk

Á Íslandi eru slys alvarlegt heilsufarsvandamál, ekki síst hjá einstaklingum 65 ára og eldri. Slysum fjölgar marktækt með hækkandi aldri og er aukin tíðni hjá konum umfram karla.

Flest verða slysin á eða við heimilið eða í 66% tilfella. Fall er algengasta orsök slysa, eða í 67% allra tilfella. Þriðjungur af þeim verður fyrir beinbrotum og í 7% tilfella er um að ræða mjaðma- eða hryggbrot.

Á síðu doktor.is eru ýmis heilræði fyrir fólk á besta aldri, m.a. hvernig hægt er að koma í veg fyrir hin ýmsu slys.

Slys í umferðinni eru í öðru sæti hjá þessum aldurshópi eða 7% af heildarfjölda slysa. 

Frekari upplýsingar um öryggi eldri ökumanna í umferðinni má lesa á vef Lifðu núna

 

Síðast uppfært 14.07.2017