Ofbeldis- og slysavarnir og börn á leikskólaaldri

Á þessum aldri er barnið farið að geta ýmislegt sjálft án þess að þekkja hætturnar í umhverfi sínu. Það er því mikilvægt að foreldrar fylgist ávallt vel með
barninu og tryggi að umhverfi þess sé öruggt.

Börn hafa ekki þroska eða getu til að forðast slys eins og fullorðnir fyrr en eftir 12 ára aldur.

Fall

Kennið barninu að halda sér alltaf í handriðið þegar að fer upp og niður stiga.Leyfið barninu ekki að nota stiga sem leiksvæði.Brýnið fyrir barninu að skilja leikföng og aðra hluti ekki eftir í stiganum, slíkt getur aukið hættuna á falli barna og fullorðinna.Setjið öryggislæsingar, sem tryggja að glugginn opnist ekki meira en 9 cm, á alla glugga.Setjið ekki rúm, stóla eða borð undir glugga í barna- og leikherbergjum.Talið við barnið um hætturnar sem fylgja því að leika sér við glugga.Gangið úr skugga um að leiktæki henti aldri og þroska barnsins og fylgið reglum um notkun þeirra.Sýnið börnum hvernig nota á leiktækin rétt, en gerið ráð fyrir að þau noti þau á annan hátt.Leyfið ekki leiki í kojum.

Brunaslys

Kannið vel að hitastig baðvatnsins sé ekki yfir 37 °C áður en barnið er sett í bað.Gætið þess að barnið komist ekki að straujárni meðan straujað er. Látið straujárnið kólna þar sem barnið nær ekki til.Gangið úr skugga um að allar rafmagnssnúrur og innstungur séu í lagi. Fjarlægið allar ónauðsynlegar rafmagnssnúrur.Látið ekki snúrur raftækja hanga niður af borðum. Styttið þær með því að nota snúrustytti.Notið aftari hellur á eldavél og snúið handföngum og sköftum að vegg, eða notið öryggishlíf á eldavélina.Bakaraofnar geta hitnað mikið að utan. Setjið á þá öryggishlíf og tryggið að barnið geti ekki opnað þá.Geymið kveikjara og eldspýtur þar sem börn ná ekki til.Hafið ekki logandi kerti þar sem barn nær til.

Köfnun

Fjarlægið plastumbúðir og poka af öllu tagi og geymið þar sem börn ná ekki til.Leyfið barninu ekki að borða án eftirlits.Brýnið fyrir barninu að sitja kyrrt á meðan það borðar.Leyfið barninu ekki að hlaupa um með mat í munninum.Gefið börnum ekki fæðu sem er hörð og lítil t.d. sælgæti, hnetur og ísmolar.Hafið smáhluti þar sem barnið nær ekki til, ef það setur enn allt í munninn.Fjarlægið allar reimar úr fatnaði barna. Skartgripir, hálsmál, hettur eða reimar geta fests í leiktækjum.Leyfið aldrei leiki með snúrur, bönd og hangandi lykkjur.Gætið þess að gardínusnúrur hangi ekki niður á gólf.

Skurðir og mar

Geymið hættulega hluti, þunga og beitta, þar sem barnið nær ekki til.Kennið barninu að nota smjörhnífa og þar til gerð barnaskæri.Setjið öryggisgler eða öryggisfilmu á gler í hurðum, borðum og fleiru sem er í hæð barnsins.Setjið fingravini á hurðir til að koma í veg fyrir klemmuslys.

Drukknun

Víkið aldrei frá barni í baði, ekki eitt augnablik.Treystið ekki barni undir 12 ára aldri til þess að gæta ungs barns í baði. Þau hafa ekki þroska til að bera þá ábyrgð.Fylgist vel með börnum ef þau fá að leika sér í vatni. Víkið aldrei frá þeim.Tæmið alltaf vaðlaugar, fötur og garðkönnur eftir notkun.Látið barn aldrei leika sér eitt í setlaug (heitum potti) og setjið alltaf öryggislok yfir hana strax eftir notkun.Látið barn aldrei leika sér eitt nálægt pollum eða vatni.Treystið ekki eingöngu á sundkennslubúnað, s.s. armakúta eða sundjakka. Fylgist alltaf vel með barninu.

Eitranir

Geymið efni og lyf í læstum hirslum þar sem börn ná ekki til.Geymið öll efni í upphaflegum umbúðum til að fyrirbyggja misskilning.Geymið ekki lyf í handtöskum eða á /í náttborðinu.Kannið hvort plöntur á heimilinu og í garðinum séu eitraðar. Ef svo er tryggið þá að börn komist ekki í þær.Þú getur fengið upplýsingar um viðbrögð við eitrunum hjá Eitrunarmiðstöðinni í síma 543-2222 eða í 112. Þau númer eru
opin allan sólarhringinn.Hafið númer Neyðarlínunnar 112 við öll símtæki á heimilinu.

Útivera

Börn á þessum aldri eiga ekki að vera ein úti án eftirlits. Gætið þess að leikumhverfi þeirra sé öruggt.Leiðið barnið við umferðargötur.Látið barnið ganga sem lengst frá götunni þ.e. ekki við gangstéttarbrún.Kennið barninu umferðarreglurnar á meðan þið eruð á gangi.Allir hjólreiðamenn, óháð aldri þeirra, ættu að vera með hjólreiðahjálm. Gætið þess að hann sé vel stilltur.Leyfið börnum ekki að hjóla á eða við götur.Verið góð fyrirmynd.

Reiðhjól

Veljið hjól sem hentar aldri, stærð og þroska barnsins.Ekki er æskilegt að börn yngri en 5 ára séu á tvíhjóli þó þau noti hjálpardekk. Tvíhjól með hjálpardekkjum geta náð mikilli ferð
sem börnin ráða ekki við.Ef börnum yngri en 5 ára er leyft að vera á tvíhjóli með hjálpardekkjum verða fullorðnir að fylgjast með þeim.Öll börn eiga að nota hjálm þegar þau eru að hjóla líka þegar þau eru á þríhjólum.Veljið reiðhjól með fótbremsum fyrir börnin. Þannig geta þau stjórnað betur hraða þess.Leyfið börnum einungis að hjóla á öruggum svæðum.Kennið börnum að teyma hjól yfir götur.

Önnur útileiktæki

Línuskautar. Þegar börn eru á línuskautum verða þau að hafa hjálm og hlífar á úlnliðum, olnbogum og hnjám.Hlaupahjól. Gætið þess að hæð handfangs hlaupahjólsins sé rétt stillt. Börn á hlauphjólum verða að hafa hjálm og hlífar á olnbogum
og hnjám.Sleðar og þotur. Gætið þess að börn séu að renna á öruggum svæðum fjarri umferð. Veljið sleða sem henta aldri, stærð og þroska barnsins. Ung börn valda t.d. ekki stýrissleðum.Trampólín. Fylgið leiðbeiningum framleiðandans um aldursmörk.Leyfið aldrei litlum börnum að hoppa með eldri börnum.Aldrei ætti að leyfa að fleiri en einn sé á trampólíninu í einu.Hafið öryggisnet við trampólínið.

Börn á aldrinum 3-5 ára eiga alltaf að vera undir eftirliti þegar þau eru úti og leika sér á öruggum stöðum.

Nánari upplýsingar er að finna hér http://www.slysavarnahusid.is/category.aspx?catID=130