Næring og ungt fólk

Sjá stærri mynd

Mikilvægt er að mataræði unglinga og ungs fólks sé í samræmi við ráðleggingar Embættis landlæknis. Það skiptir mestu máli að borða reglulega og hæfilega mikið af fjölbreyttum og hollum mat.

Á unglingsárunum er sjálfstæðið í fæðuvali orðið nokkuð mikið. Mikilvægt er þó fyrir foreldra að styðja við hollar matarvenjur hjá unglingunum. Unglingsárin eru sá tími þegar gott er að temja sér hollan lífsstíl því það eykur líkur á hollari lifnaðarháttum á fullorðinsárunum.

Í lögum um grunn- og framhaldsskóla og í aðalnámskrám er kveðið á um að umhverfið í skólum skuli vera heilsueflandi og að boðið sé upp á heilnæmt fæði í samræmi við ráðleggingar Embættis landlæknis. Í heilsueflandi skólum er markmiðið að skapa aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra í skólasamfélaginu og þar með að stuðla að hollu mataræði.

Hér á síðunni eru nánari ráðleggingar um mataræði og næringarefni fyrir unglinga og ungt fólk og upplýsingar um næringu í Heilsueflandi framhaldsskóla.

Síðast uppfært 21.01.2020