Næring og ungbörn

Sjá stærri mynd

Fyrsta ár í lífi barna einkennist af örum vexti og þroska. Næringin fyrsta aldursárið er því mjög mikilvæg og leggur grunninn að fæðuvenjum barnsins síðar meir.

Embætti landlæknis og Þróunarsvið Heilsugæslu höfuðborgar-
svæðisins hafa birt uppfærðar ráðleggingar um næringu ungbarna fyrir heilbrigðisstarfsfólk.

Einnig hefur bæklingurinn Næring ungbarna verið endurskoðaður en í honum eru leiðbeiningar fyrir foreldra um fæðuval fyrir barnið fyrsta árið. Þar er einnig að finna nokkrar uppskriftir að hentugum réttum fyrir barnið og ýmis góð ráð.

Í bæklingnum Ráðleggingar um næringu barna - fyrir dagforeldra og starfsfólk ungbarnaleikskóla er að finna ráðleggingar um næringu barna að 2ja ára aldri og er hann einkum ætlaður dagforeldrum og starfsfólki ungbarnaleikskóla en nýtist einnig foreldrum.

Bæklingurinn fyrir dagforeldra er einnig gefinn út á fimm erlendum tungumálum: ensku, pólsku, rússnesku, spænsku og taílensku.

Mataræði á meðgöngu

Holl og fjölbreytt næring á meðgöngu er mikilvæg fyrir vöxt og þroska barns í móðurkviði og stuðlar að heilbrigði þess síðar á ævinni. Hún er ekki síður mikilvæg fyrir vellíðan og heilsu konunnar sjálfrar.

Hér á síðunni er fræðsluefni fyrir verðandi mæður, bæklingur með ábendingum um mataræði á meðgöngu auk þess sem sérstök athygli er vakin á ráðleggingum um hæfilega þyngdaraukningu. Bæklingurinn og útdráttur, hefur verið þýddur á 7 tungumál.

Matur og meðganga albanska, arabíska, enska, pólska, rússneska, spænska, taílenska.

Matur og meðganga. Útdráttur albanska, arabíska, enska, pólska, rússneska, spænska, taílenska.

Síðast uppfært 27.05.2021